Prófessor í lögfræði telur að í ljósi breyttra aðstæðna í alþjóðamálum þurfi að grípa til aðgerða án tafar. Hann leggur til stofnun íslensks hers og leyniþjónustu, herskyldu og innlenda hergagnaframleiðslu.
Það er alveg tilefni til að endurskoða varnarmál hér á landi, við höfum getað treyst á Bandaríkin mjög lengi en held að við þurfum að horfast í augu við að það tímabil er búið. En þessar tillögur eru samt alveg galnar. Herskylda og hergagnaframleiðsla?
Það gæti kannski verið grundvöllur fyrir litlum íslenskum startup fyrirtækjum að framleiða dróna og slíkt, en það er eitthvað sem ætti þá að gerast á markaðsforsendum. Það er engin ástæða fyrir ríkið til að ýta undir slíka framleiðslu hér á landi, við kaupum bara vörur frá bandalagsþjóðum í evrópu.
Íslenskur her yrði alltaf bara lítið þjóðvarðlið til að tefja innrás rétt nógu lengi fyrir bandalagsþjóðir til að senda hingað lið. Við þurfum ekki herskyldu fyrir það, bara lítinn professional hóp (líklega landhelgisgæslan) og svo sjálfboðaliða sem fara á námskeið í asymmetric hernaði.
Leyniþjónustan er til, heitir greiningardeild ríkislögreglustjóra (því það má ekki kalla hana réttu nafni út af pólitík). Hún fylgist forvirkt með fólki hérlendis. Held að það sé enginn raunhæfur möguleiki að við förum að stunda njósnir erlendis.
Ríkið ætti að fara að ræða við bandalagsríki okkar um varnarloforð óháð NATO, t.d. á grundvelli norðurlandasamstarfs.
Ísland er nú þegar að styðja drónaframleiðslu í Úkraínu með fjárframlögum. Það er ekkert sem segir að við getum ekki sett fjármagn í að hefja framleiðslu hér annaðhvort með styrkjum eða hagstæðum lánum frá ríkinu. Við erum nú þegar með fullt af fyrirtækjum sem hafa sérþekkingu á þessu sviði og/eða eiga tæki sem nýtast við hergagnaframleiðslu. Við erum nú þegar að framleiða neðansjávardróna fyrir leit og björgun ofl. Þekkingin er alveg til.
það væri kannski réttara að segja að lagaramminn fyrir herskyldu þyrfti að vera fyrir hendi svo hægt væri að koma henni á með stuttum fyrirvara ef allt er á leiðinni í hundana. Þess á milli væra bara þörf á nokkur hundruð manna varaliði sem myndi þá duga til að takast á við raunhæfari ógnir, t.d. að hingað kæmi eins og svosem ein flugvélarfylli(2-300 manns) af hryðjuverkamönnum.