Þetta er nú líklega nett over-reaction hjá mér, en ég keypti mér nýjan Nokia samlokusíma um daginn. Ég ætla að eiga hann til inni í skáp ef sá dagur rennur einhvern tíman upp að flestir snjallsímar hætta að virka á Íslandi. Bandarísk yfirvöld gætu auðveldlega skipað Apple að slökkva á virkni símanna í ákveðnum löndum. Mögulega gætu þau einnig gert það við Android síma, enda stýrikerfi þróað af Google.
Ég held það sé ekki líklegt að bandaríkin fari að ráðast á fjarskipti okkar nema þau bókstaflega ætluðu að ráðast inn í landið. Og ef við erum komin á þann stað er lítið sem við getum gert til að koma í veg fyrir það.
Held líka að ef BNA ætlaði að gera slíkt myndu þeir ráðast á innviðina frekar en símana sjálfa. Það eru bara 2 eða 3 (eftir því hvernig þú telur - Vodafone og Nova eru mikið tengd þó þetta séu tæknilega tvö core kerfi) mobile kjarnar á landinu. Leyniþjónustur bandaríkjanna eru pottþétt með tilbúin exploit fyrir bæði Huawei og Ericsson mobile kerfin sem þær gætu keyrt út til að lama farsímakerfi heilla landa.
Ef við viljum halda samskiptum við svona aðstæður held ég að gamaldags talstöðvar væru praktískari. Kaupa CB stöð eða taka radíóamatörprófið og kaupa þannig stöð sem veitir leyfi fyrir mikið fleiri tíðnum. Bónus er að það er gaman að læra um radíó og það gæti dreift huganum frá ástandi heimsins í smá stund.
Þannig að, já ég held að þetta sé pínu overreaction. En hey, við búum á áhugaverðum tímum þannig að hver veit. :)